Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Táknmynd 17. Þáttar er búin til af gervigreind.  Þar sem Dr. Hafsteinn viðmælandi þáttarins stjórnar ferðinni og er þá listamaðurinn, eða hvað?  (sjá nánar neðst í textanum)17. og jafnframt síðasti þáttur ársins 2021 er helgaður gervigreind og listinni. Við ræðum tengingu gervigreindar, vitvéla, ofurtölva og listaverka!  Við komumst að því hvort hægt er að búa til listaverk með hjálp tölva með aðferðum gervigreindarinnar.Dr. Hafsteinn Einarsson kemur til okkar og fer yfir rannsóknir sínar og vinnu á sviði listsköpunar með gervigreind.Við kynnumst manninum Hafsteini,  hvernig hann fetaði slóðina að listsköpun og annarri hagnýtingu gervigreindarinnar.  Frá dýratilraunum,  þar sem mýs voru settar í sýndarheim og undir ljóssmásjá.  Hafsteinn rýndi í taugaboð heilans um leið og músin hljóp um á boltahjóli,  allsendis óupplýst hvað var í raun að gerast, þ.e. músin.  Allt til að öðlast þekkingu á heilaboðum músarinnar. Hafsteinn útskýrir fyrir okkur muninn á virðisauka í bankaheimum og í hinum akademíska heimi ásamt að kynna okkur fyrir aðferðum gervigreindar er kemur að listsköpun.Við gerum tilraun til að útbúa táknmynd fyrir Auðvarpið með aðferðum Hafsteins og er niðurstaða þeirrar tilraunar notuð sem táknmynd þessa þáttar!Gleðilegt ár og hafið heila þökk fyrir samfylgdina á árinu 2021Nánar um táknmyndina:  Eftirfarandi skipun var send inn í töfravélina: „A creative logo for a podcast on innovation. The logo features glaciers, aurora borealis and value creation“  Valin mynd var númer 145 í röðinni af hátt í 300 myndum sem búnar voru til,  hverri annarri áhugaverðri…

Nýsköpun, vísindin og við - Hafsteinn Einarsson - Ai og listinHlustað

30. des 2021