Eigin Konur

Eigin Konur

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur Gígja, Brynja og Kolla voru vistaðar á meðferðarheimilnu Laugalandi sem Ingjaldur Arnþórsson stýrði frá árinu 1997 til 2007. Þær lýsa því hvernig þær voru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi sem minnir mann helst á frægu þáttaseríuna “Handsmaid tail”. Fyrverandi skólastjóri talaði meðal annars um að þetta hafi verið valdbeiting, sem þurfti að beita til að stöðva óæskilega hegðun. Hendir maður barni niður stiga fyrir óæskilega hegðun? Það virðist vera sem fáir vilji axla ábyrgð á ofbeldinu sem átti sér stað á Laugalandi og horfast í augu við hversu hryllilegu ofbeldi þau beittu. Í lok Apríl á að skila niðurstöðum rannsóknar á því hvort börn hafi verið beitt ofbeldi á Laugalandi. Lítið er um svör og upplifa þær eins og fólki sé alveg sama: “ég upplifði eins og fólki líði eins og við höfum verið að kvarta yfir engu, skiptir þetta engu máli?” Þær ræða einnig afleiðingar sem þær glíma við í dag og hvernig biðin eftir niðurstöðum hefur verið rosalega erfið „Þetta gerði taugakerfinu mínu eitthvað, minnstu áföll valda mér mikill vanlíðan, líkamlegum verkjum þar með talið. Þetta hefur undið þannig upp á sig að ég hef glímt við mjög mikla áfallastreitu síðustu mánuði" Þátturinn er í boði: The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is Macland - https://macland.is/

Gígja, Kolla og BrynjaHlustað

18. apr 2022