Eigin Konur

Eigin Konur

Patreon hlekkur:  https://www.patreon.com/eiginkonur Armani sagði sig úr söfnuði Votta Jehóva og hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í 11 ár. Armani segir frá andlegu ofbeldi innan Votta Jehóva, harðræði, baktali og afhverju hann ákvað að hætta. Öldungarnir eru þeir sem sjá um að halda öllu í skefjum og ef þú gerir eitthvað af þér að þá ertu kallaður á fund. Eitt af reglunum voru að þú máttir ekki reykja, kyssa stelpu, fara í afmæli eða stunda íþróttir ef öldungarnir töldu það bitna á trúnni. Fjölskyldan hans setti honum skilyrði að ef hann myndi hætta að þá væri hann ekki partur af fjölskuldunni. Hann lýsir miklum einmannaleika eftir að hann sagði sig úr söfnuðinum og átti enga vini. Armani hefur stofnað stuðningshóp fyrir votta sem eru að stíga sín fyrstu skref úr söfnuðinum og það má hafa samband við hann ef þú ert að íhuga að hætta.

Armani - Sagði sig úr Votta JehófaHlustað

21. apr 2022