EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Að fljúga til og frá New York héðan samsvarar því að fólksbíl sé ekið fjóra hringi í kringum Ísland út frá CO2 losun á hvern flugfarþega. En eins og fram kemur í þessum þætti EKKERT RUSL þá er talið að flugumferð í heiminum muni tvöfaldast á næstu tuttugu árum og því leikur þáttastjórnendum forvitni á að vita hvað flugbransinn sé að gera út frá umhverfissjónarmiðum varðandi þessa auknu eftirspurn og flugumferð til framtíðar. Til þess að skrafa um þetta fengu þær til sín Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Hann er þeirrar skoðunar að stjórnvöld í hverju landi eigi að búa til hvata fyrir fyrirtækin til þess að þau fari í nauðsynlegar aðgerðir í þeim tilgangi minnka kolefnislosun en segir lykilþáttinn í fluggeiranum vera þróun sjálfbærs eldsneytis. Þar liggi mestu áhrifin sem skipt geta máli og fært nálina, eins og Bogi orðar það.

EKKERT RUSL - Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair ræðir um flugbransann og umhverfismál Hlustað

25. mar 2022