EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Rakel og Margrét eru frumkvöðlar á sviði umhverfisverndar og skrifuðu saman bókina Vakandi Veröld sem kom út hjá Forlaginu fyrir 7 árum en bókin á ríkt erindi til okkar allra í dag. Þær segja okkur frá því hvernig þær sjá heiminn út frá umhverfissjónarmiðum. Rakel talar um skekkjuna í því að búa á einni grænustu eyju í heimi en þurfa stundum að standa frammi fyrir því að börn megi ekki fara út að leika á leikskólanum þegar mengun mælist of mikil í Reykjavík. Fólk ætti jafnvel frekar að vera beðið um að hvíla bílinn endrum eins. Margrét vill að þjóðarleiðtogar heims geri friðarsamning við jörðina og talar um græna kærleikshagkerfið. Þær tala báðar fyrir því að við drögum úr matarsóun og nefna kostnaðinn við það að henda mat. Matarsóun er ein helsta orsök koltvísýrungslosunar í heiminum.

EKKERT RUSL - Rakel Garðarsdóttir og Margrét Marteinsdóttir höfundar Vakandi Veröld Hlustað

13. des 2021