EKKERT RUSL

EKKERT RUSL

Við höldum áfram að kafa ofan í umhverfismálin og í þessum nýja þætti af EKKERT RUSL tölum við við góða sérfræðinga um rafbílavæðinguna í Íslandi. Þeir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju komu í stúdíóið til okkar og sögðu frá þeirri þróun sem er ansi hröð í framleiðslu rafbíla. Lena ætlar að kaupa sér rafbíl og Margrét er enn að hugsa þetta því uppáhaldsbíllinn hennar er bensínþambandi jebbi sem hana hefur dreymt um að eignast. Skottið á honum gæti örugglega geymt trommurnar hennar þegar hún fer að túra.Sérfræðingarnir eru sannfærðir um að Íslendingar þurfi ekki að virkja meira þó að allir Íslendingar fari á rafmagnsbíla. Rafhleðslur má nýta betur og hlaða bílana á næturna. Það yrði þjóðhagslega hagkvæmt ef við færum öll á rafmagnið og best væri ef við sem þjóð yrðum í farabroddi.

EKKERT RUSL - Rafbílavæðingin sem öllu tröllríður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri FÍB og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri ÖskjuHlustað

10. maí 2022