Endalínan

Endalínan

Kæru hlustendur! Endalínan heilsar ykkur af Víkingsvelli, en WhiteFoxstofann fékk frí þessa vikuna þar sem meistarinn fór í verðskuldað frí eftir að hafa landað íslandsmeistaratitli kvenna ásamt stelpunum sínum úr Njarðvík. Til hamingju Rúnar, stelpur og allir Njarðvíkingar! Endalínan fékk að láni annann leikstjórnanda til að taka við hlutverki Rúnars og Valur Orri Valsson kom og fór yfir fyrsta leik í lokaúrslitum. Hvað skóp sigur Vals? Hvað þurfa Stólarnir að gera til að ná næsta? Hvernig tengja Stólarnir "Stóru" kallana Sigtrygg og Bess? Er Acox á góðri leið með að sækja MVP úrslitana? Ásamt því að fara yfir leikinn spuðum við Val út í hans vegferð og gengi Keflavíkurliðsins í vetur og síðustu ár! Stútfullur þáttur í boði Víking lite (Léttöl) sem er nú ferskari, léttari og með meiri fyllingu en nokkru sinni! Cintamani, það ættu allir að leggja leið í hraunið að sækja sér hlýjan varning fyrir maí snjókomuna og kynnast tilfinningunni. Kef restaurant og diamond suites, en ef fólk vill láta sér líða um stund eins og það sé konungsborið þá er um að gera að tríta sig með góðri kvöldstund á Kef restaurant og góðri gistingu á diamond suites.

144. Þáttur - Eitt skot til eða frá (Úrslit - Leikdagur 1) Feat. Valur Orri ValssonHlustað

07. maí 2022