Endalínan

Endalínan

Kæru hlustendur. Þá er loksins komið að þvi , 150.Þáttur Endalínunnar, alvöru viðhafnarútgáfa til að starta okkar 4. tímabili. Við fengum gest með okkur til að halda uppá áfangann og þá kom ekkert annað til greina en að vaða í efstu hilluna. Endalínumenn og Teitur fara víða á góðu 2ja tíma spjalli þar sem farið er yfir moment á ferli Teits sem ætti að vera öllum alvöru körfuboltaaðdáendum kunnugur ásamt því sem við förum yfir hina árlegu Endalínuspá. Við förum létt yfir spánna og liðin og ræðum hvernig við sjáum þetta fyrir okkur nú í upphafi móts. Hver er besta sign-ið ? Hver mun springa út ? Hver er mesta eftirsjáin og hver mun valda vonbrigðum ? ..... Munu KR og Grindavík missa af playoffs ? Tekst Hattarmönnum loksins að halda sér í deildinni ? Ætla Keflvíkingar að fara vinna einhverja alvöru dollur eða er sá stóri að fara í Skagafjörðinn ?  Veislan er að byrja gott fólk. Endalínan er mætt og verðum við fastir gestir á föstudagskvöldum í allan vetur , beint úr Rebbagreninu með tvölfaldan grænan í boði Viking Lite og Cintamani.

150. Þáttur - Mættir aftur , miklu meiri kraftur feat. Teitur ÖrlygssonHlustað

30. sep 2022