Fjallakastið

Fjallakastið

Kristján Bergmann Tómasson (Mummi) er 42 ára gamall, giftur, þriggja barna faðir og mikið náttúrubarn. Hann starfar sem kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Mummi er einnig leiðbeinandi hjá Björgunarskólanum og hefur hann meðal annars unnið að gerð kennsluefnis fyrir skólann og er einn höfunda nýrrar snjóflóðabókar sem var að koma út og fjallar m.a. um ferðahegðun, mat og björgun. Þá má þess geta að Mummi er líka þjálfari hjá brettadeild Skíðafélags Akureyrar. Mummi býr yfir persónulegri reynslu af snjóflóðum og í kjölfarið þróaði hann með sér mikla löngun til að læra meira um snjóflóð. Eitt af hans áhugamálum og sérsvið er mannlegi þátturinn þegar það kemur að snjóflóðum.  Í þessum þætti ræddum við Mummi mannalega þáttinn í snjóflóðum. Vert er að taka það fram að þessi þáttur er ekki á nein hátt ígildi námskeiðis eða þjálfunar í snjóflóðum. Mikilvægt er að fólk þekki sín eigin takmörk og styrkleika þegar kemur að ferðalögum í snæviþökktu umhverfi og sæki sér viðeigandi þjálfun og þekkingu.

8. Kristján Bergmann (Mummi) - Mannlegi þátturinn í snjóflóðumHlustað

19. mar 2021