Fjallaspjallið

Fjallaspjallið

Brynhildur Ólafs hefur komið víða við á útivistarferili sínum bæði sem leiðsögumaður og fjallgöngukona.  Hún er mikil fyrirmynd og hefur leitt fjölmarga íþróttamenn í gengum Landvættaprógramið, byggt upp Ferðafélag barnanna og ferðast nú á spennandi slóðir með Landkönnuðunum. Brynka er ófeimin við að deila reynslunni sinni og segir okkur frá því hvernig hún lærði að elska hlaup, vegferðinni að því að öðlast reynslu og verða leiðsögumaður sem og stundum sem fara beint inn á reynslubankann.   Hún hefur einnig synt yfir Ermasundið,  stýrt leiðangri yfir Vatnajökul og komið víða við.  Skemmtileg og hvetjandi frásögn hér á ferð.  Í seinni hluta þáttarins svörum við spurningum um vetrarferðamennsku sem við fengum sendar í gegnum samfélagsmiðla. Okkur bárust margar skemmtilegar spurningar og vetrarferðir hafa aldrei verið jafn vinsælar og nú.

#5 Fjallaspjallið - Brynhildur Ólafs og vetrarfjallamennskaHlustað

23. jan 2021