Flugvarpið

Flugvarpið

Sérhæft starf flugumferðarstjóra er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem rætt er við Guðmund Karl Einarsson vaktstjóra í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Hann segir hér frá starfi flugumferðarstjóra sem hann hefur sinnt í tæp 20 ár og veitir hlustendum innsýn í vinnuna í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Guðmundur hefur tekið virkan þátt í margs konar þróunarvinnu á síðustu árum og þekkir því vel til þeirra öru tæknibreytinga sem hafa orðið á sviði flugumferðarstjórnar á síðustu árum og hvaða breytingar eru helst í vændum. Um 150 flugumferðarstjórar starfa hérlendis og sinna einu stærsta flugsjórnarsvæði heimsins. Viðtalið var tekið í janúar 2022.

#40 – Flugumferðarstjórn og ör tækniþróun – Guðmundur Karl EinarssonHlustað

05. apr 2022