Flugvarpið

Flugvarpið

Rætt er við Guðmund Tómas Sigurðsson ábyrgðarmann þjálfunar flugáhafna hjá Icelandair um vertíðina sem nú stendur yfir. Útlit er fyrir met í fjölda þeirra sem fara í þjálfun á þessu ári hjá félaginu og 3 flughermar í Hafnarfirði anna ekki þörfinni þegar mest lætur. Guðmundur Tómas segir hér frá áhugaverðri starfsemi í þjálfunarsetrinu í Hafnarfirði, áskorunum framundan og væntanlegri mönnunarþörf og hvernig félagið reynir að mæta henni.

#53 – Vertíð í þjálfun - metfjölgun flugáhafna Iceair – Guðmundur Tómas SigurðssonHlustað

19. jan 2023