Handboltinn okkar

Handboltinn okkar

þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag. Í þættinum fjölluðu þeir um leikir 3 og 4  í úrslitum Olísdeildar karla. Í leik 3 voru það eyjamenn sem köstuðu frá sér unnum leik á síðustu tíu mínútum leiksins og undir lok hans átti sér stað umdeilt atvik þar sem að ruðningur var dæmdur á eyjamenn. Strákarnir voru ekki sammála um réttmæti dómsins líkt og aðrir landsmenn. Spennan var svo í algleymingi í leik 4 þar sem að Valsmenn höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með sigur og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. Strákarnir hrósuðu Snorra Steini þjálfara Vals sérstaklega en hann hefur greinilega farið í einhvers konar naflaskoðun og er orðinn miklu yfirvegaðari á bekknum og hættur að pirra sig á hlutum sem hann getur ekki stjórnað líkt og dómgæslu.   Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar óskar Valsmönnum til hamingju með titilinn. Að lokum fóru þeir félagar yfir víðan völl og t.d. ræddu þeir það hvort að handboltinn þyrfti að finna sér annan samstarfsaðila þegar kemur að útsendingum frá deildunum því núverandi rétthafi væri ekki að sinna handboltanum eins og þeir ættu að gera að mati þáttastjórnenda.

Til hamingju Valsmenn - Þarf handboltinn að finna sér nýtt heimili?Hlustað

29. maí 2022