Hlaðvarp Heimildarinnar

Hlaðvarp Heimildarinnar

Síðasti gestur okkar fyrir jól er Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur. Hún vakti fyrst athygli fyrir fyrstu bók sína, Marrið í stiganum, en fyrir hana hlaut hún Svartfuglinn, verðlaun sem eru veitt höfundi fyrir handrit af sinni fyrstu glæpasögu sem kemur út í kjölfarið. Síðan hefur Eva verið mjög afkastamikil og gefið út fimm bækur, þar á meðal Strákar sem meiða núna fyrir jólin og er hún tilnefnd til Blóðdropans en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestu glæpasöguna ár hvert. Bækur Evu hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Eva lauk BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og kemur kannski ekki á óvart að henni þótti afbrotafræðin sérlega skemmtileg. Hún er einnig með M.S.-gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Þær Sigrún ræða um rithöfundaferil Evu með áherslu á hvernig hið félagsfræðilega sjónarhorn getur reynst gagnlegt við að verða metsöluhöfundur glæpasagna.

Samtal við samfélagið – Félagsfræðin og glæpasögurHlustað

19. des 2022