KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Space-Ace og Kötturinn hafa verið duglegir að gefa út sólóplötur eftir sína bestu KISS daga. En hefur "Hundurinn" gert slíkt hið sama? Eeeehhhhh.....já! Bruce Kulick hefur sent frá sér þrjár sólóplötur eftir sína KISS daga. En er eitthvað varið í þær? Eeeehhhhhh......við skulum sjá. Það var löngu orðið tímabært að gera þessum manni góð skil í hlaðvarpinu okkar. Bjargaði hann KISS? Nei, sennilega alls ekki. En eyðilagði hann KISS? Tjah...þið verðið að spyrja StarPower að því, það er jú hann sem er "boðberi sannleikans". En Brúsi gekk til liðs við KISS árið 1984 og stóð sína plikt þar með gítarinn í hönd allt til ársins 1996, eða í 12 ár. Sennilega og eiginlega pottþétt toppurinn á hans ferli. En hér kynnum við okkur þennan góða Íslandsvin (sem tróð upp með MEIK á SPOT forðum daga og sælla minninga) og rennum yfir sólóplöturnar hans þrjár. Allt þetta og meira til í einum lengsta þætti sem við höfum framleitt, enda var "hundur" í okkur við upptökurnar svo ekki sé meira sagt. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

071 - HundurinnHlustað

16. sep 2022