KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Fyrsta „læf“ plata okkar manna, KISS ALIVE! bjargaði ferli þeirra. Önnur „læf“ platan, ALIVE II, festi þá í sessi sem stórstjörnur á heimsvísu og sú þriðja sannaði að þeir gætu náð árangri og gert gott mót án tveggja upprunalegra meðlima og án frægu andlitsmálningar sinnar. Svo hvað gæti KISS mögulega gert til að gera fjórðu „læf“ plötuna sína, ALIVE IV, öðruvísi? Jú, þeir tóku seinni lestina og frömdu plötuna ásamt sinfóníuhljómsveitinni The Melbourne Symphony í Ástralíu þann 28.febrúar 2003, fyrir sléttum 20 árum síðan. Í þessum þætti kíkjum við nánar á þessa plötu og dæmum hana. Ekki eru allir á eitt sáttir við lagavalið en ljóst má vera að okkar menn voru í hörku spilaformi. Það var þarna sem Tommy vinur okkar Thayer var kynntur umheiminum sem The Spaceman. En hvernig skilaði hann sínu í þessari eldskírn sinni? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

079 - Dísel músinHlustað

28. feb 2023