KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Herra Paul Stanley fagnaði 71 árs afmæli sínu nýverið og því fögnum við öll, meðal annars í þessum fyrsta þætti ársins 2023. Það er af nægu að taka enda heillangt síðan síðast. Mál málanna í þættinum að þessu sinni eru þó störf okkar manna með öðrum listamönnum, en sem meðlimir KISS á sama tíma. Við erum að tala um sem lagahöfundar, hljóðfæraleikarar, söngvarar, umboðsmenn, útgefendur nú eða upptökustjórar og annað slíkt. Við tökum hér fyrir 10 vel valin lög með ólíkum listamönnum sem eiga það þó öll sameiginlegt að falla undir þessa skilgreiningu, við gefum þeim einkunn að hætti hússins og skoðum nánar hvert lag. Góða skemmtun og gleðilegt nýtt KISS ár ! Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

077 - ÆttarmótiðHlustað

24. jan 2023