KISS Army Iceland Podcast

KISS Army Iceland Podcast

Í þessum síðasta þætti KISS ARMY ICELAND PODCAST (the touring band) sem er númer 75 í röðinni tökum við fyrir KISS ALIVE! síðan 1975. Platan sem breytti öllu fyrir Gene, Paul, Ace og Peter. Þátturinn sem tekinn var upp ALIVE með gesti í sal laugardagskvöldið 8.október 2022 er með örlítið breyttu sniði í þetta skiptið þar sem við fengum til okkar gesti í settið ásamt óvæntu atriði. Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir ánægjulega kvöldstund, og við þökkum ykkur öllum fyrir hlustunina. Þetta hlaðvarp hefur gefið okkur mikið og við munum sakna þess að hittast ekki á vikulegum fundum okkar og negla saman þátt. Við þökkum einnig fyrir fjölda áskoranna sem okkur barst þar sem okkur var réttilega bent á að okkar menn hafa nú sjálfir hætt við að hætta. Við setjum allt í nefnd og leggjumst nú undir feld, það er ekkert víst að þetta sé aaaalveg attbú. En hvað sem gerist er vikulegum þáttum lokið að sinni, the tour is over. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

075 - Opinn Hi-HatHlustað

11. okt 2022