Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins

Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins

Tölvuleikjanördarnir Bjarki Þór, Steinar Logi, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Páll fara um víðan völl í þrítugasta þætti Leikjavarpsins. Steinar segir frá Alan Wake Remastered sem var gefinn út í byrjun mánaðar, Sveinn gagnrýnir Far Cry 6 en hann hefur spilað allar Far Cry leikina og þekkir seríuna því mjög vel, Bjarki skellir sér í takkaskóna og tæklar FIFA 22 og Hypermotion-tæknina sem EA notaði við gerð leiksins, Daníel heldur áfram með Leikjaklúbbinn og kynnir næsta leik sem klúbburinn ætlar að spila. Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Leikjavarpsins!   Efni þáttar: Hvað er verið að spila? Alan Wake Remastered Windows 11 Verðið á Nintendo Switch OLED á Íslandi Battlefield 2042 Beta Auka SSD diskar fyrir PS5 Far Cry 6 FIFA 22 Leikjaklúbburinn GTA Definitive Edition safnið Streymi planað: Back 4 Blood   Tónlist: Neon Laser Horizon by Kevin MacLeod Link: https://incompetech.filmmusic.io/song/7015-neon-laser-horizon License: https://filmmusic.io/standard-license  "Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com) Licensed under Creative Commons: By Attribution 3.0 License creativecommons.org/licenses/by/3.0/ Mynd: Haninn Chicharrón úr Far Cry 6

Leikjavarpið #30 - Far Cry 6, FIFA 22 og Battlefield 2042 BetaHlustað

11. okt 2021