Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar

 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Hress og harðdugleg ... : „Ég stjórna fyrirtæki sem er starfrækt yfir vetrartímann. Eitt haustið, annað árið mitt sem yfirmaður, réði ég hressa og harðduglega konu sem öllum líkaði vel við. Hún reyndist þó ekki öll þar sem hún var séð og kenndi mér dýrmæta lexíu.“- Hættuleg gestrisni:„Ég bjó í Danmörku í nokkur ár þar sem ég var í námi. Einn daginn kynntist ég ljúfri konu og okkur varð vel til vina. Líf hennar hafði ekki verið auðvelt en hún var samt alltaf glöð og einnig gestrisnasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst.“- „Það verður mikið úr dóttur þinni“:„Nokkrum árum áður en ég stofnaði fjölskyldu fór ég til spákonu sem sagði mér sitt af hverju merkilegt. Margt af því sem hún sagði kom fram en ég var búin að steingleyma því öllu þar til nýlega þegar ég fann óvænt miða sem ég hafði hripað niður spádóminn á.“- Brúður á flótta:„Ég er þrígift og hef skilið þrisvar. Vinir mínir gera stundum góðlátlegt grín að ástamálum mínum og kalla mig „runaway bride“ eftir bíómyndinni. Ég hef svo sem ekki hlaupið frá neinum við altarið, það tók mig alltaf einhver ár að fá nóg. Frá barnæsku lét ég allt yfir mig ganga, byrgði sárindin og reiðina innra með mér þangað til ég sprakk með látum.“- Fyrstu góðu jólin:„Ég var orðin unglingur þegar ég var loks tekin út af heimili mínu og komið fyrir hjá ókunnugum. Þar kynntist ég eðlilegu lífi og átti mín fyrstu alvörujól.“ Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Lifsreynslusögur VikunnarHlustað

24. okt 2021