Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Það lá gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni í gær. Gosmóða eða blámóða hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða og getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn eiga að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Við fengum Helga Guðjónsson, verkefnastjóra í einingu vöktunar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að fræða okkur frekar um gasmengun og gosmóðu í dag. Við hringdum svo í Björgu Jónsdóttur, verkefnisstjóra Barnamennigarhátíðarinnar sem stendur nú yfir í Reykjavík. Það er fjölbreytt dagskrá og ókeypis er inn á alla viðburði á dagskránni, en hana er hægt að nálgast á barnamenningarhatid.is Svo er fræddumst við um Vor í Árborg og barnabókahetjur heimsins. En í grunn- og leikskólum Árborgar eru töluð yfir 30 tungumál og á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opnuð sýning á Bókasafni Árborgar þar sem verða kynntar barnabækur á öllum þessum tungumálum og sérstaklega söguhetjur úr bókunum sem munu lifna við í skrúðgöngu Skátafélagsins Fossbúa á morgun. Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar kom í þáttinn og sagði frá. Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins voru Vestmannaeyjar til umfjöllunar. Vorið hefur verið blítt hingað til í Eyjum. Magnús segir frá skömmum sem hann fékk þegar hann sagði Helgafellið fegurra en Heimaklett, en Heimaklettur er nánast heilagur í huga eyjamanna. Hann segir líka frá ferðamönnunum sem eru farnir að streyma til Eyja á nýjan leik eftir og allir vilja þeir sjá lundann sem er eins og eyjamenn segja ljúfastur allra fugla. Tónlist í þættinum Ítalskur Calypso / Erla Þorsteinsdóttir (erlent lag, texti Loftur Guðmundsson) Turistens klagan / Cornelis Vreesjwik (Cornelis V.) Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds) Heitt Toddý / Ellen Kristjánsdóttir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson) Things We Said Today / The Beatles (Lennon & McCartney) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Gosmengun, Barnamenningarhátíð, Vor í Árborg og póstkort úr EyjumHlustað

24. apr 2024