Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra var föstudagsgesturinn Mannlega þáttarins að þessu sinni. Hún hefur verið alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Hún var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði, kennari og náms- og starfsráðgjafi við Grunnskóla Ólafsfjarðar og síðar við Menntaskólann á Tröllaskaga. Við fræddumst um rætur Bjarkeyjar, æskuslóðirnar og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag. Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjall og í dag flettum við í bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin og könnuðum hvað má enn læra af bókinni og svo hvað er kannski orðið úrelt. Tónlist í þættinum Nei eða já / Stjórnin (Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson) Eltu mig uppi / Sálin hans Jóns míns (Guðmundur Jónsson og Stefán Hilmarsson) Sóley / Björgvin Halldórsson og Katla María (Gunnar Þórðarson og Sigrún Toby Herman) UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir föstudagsgestur og matarspjalliðHlustað

19. apr 2024