Menningarsmygl

Menningarsmygl

Nú þegar styrjöld geysar í Úkraínu er tímabært að ræða Bjarmalönd eftir Val Gunnarsson, en þetta er ferðasaga með djúpu sagnfræðilegu ívafi um Úkraínu, Rússland og önnur fyrrum Sovétlönd, gefin út aðeins tæpu ári fyrir átökin sem geysa nú – og er því prýðileg bakgrunnsbók fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á rótum styrjaldarinnar. Valur dvaldi í Kænugarði í fyrstu bylgju kófsins og rifjar um leið upp sögu heimshlutans, rifjar upp gömul ferðalög um önnur lönd svæðisins og fer á ótal misheppnuð stefnumót.Þá verða sýndar klippur sem þáttastjórnandi tók af mótmælum á aðalverslunargötu Prag sem og við rússneska sendiráðið, þar sem úkraínski þjóðsöngurinn var sunginn – en Úkraínumenn eru fjölmennasti innflytjendahópur Tékklands, taldi um 150 þúsund manns (um 1,5 prósent þjóðarinnar) og sú mun vafalítið hækka hratt á næstu misserum.Þær Natasha, þýðandi, ljóðskáld og ritstjóri, og Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku við HÍ, ræða bókina – en það er rétt að taka fram að spjallið var tekið upp aðeins þremur dögum eftir innrás, en sökum tæknilegra örðugleika frestaðist frumsýningin um nokkra daga. Bækur þeirra Svetlönu Aleksíevítsj og Ljúdmílu Úlítskaja koma einnig við sögu.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!

BjarmalöndHlustað

27. feb 2022