Munnbitar og menningarvitar

Munnbitar og menningarvitar

Gestur okkar í þessum þætti er Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Hún er Grundfirðingur, lögfræðingur að mennt, með mastersgráðu í verkefnastjórnun, MPM, og diplóma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Björg hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum samhliða störfum sínum, bæði á vettvangi sveitarstjórnarmála og nú síðari árin m.a. í íþróttastarfi og í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Hvað er það sem heillar svona mikið við sveitastjórnarmálin að Björg hefur verið bæjarstjóri í samtals 14 ár! Hlustið og þið munið komast að því.

Munnbitar og menningarvitar #9 - Björg Ágústsdóttir Hlustað

16. maí 2021