Einmitt

Einmitt

Guðrún Herborg Hergeirsdóttir er handboltakona af líkama og sál. Hún er systir Þóris Hergeirssonar landsliðsþjálfara í Noregi og móðir Janusar Daða Smárasonar lykilsmanns í íslenska karlalandsliðinu sem nú keppir á HM í Svíþjóð. Hún er sjálf fyrrum leikmaður meistaraflokks og er og hefur verið einn af máttarstólpum handboltans á Selfossi og þaðan er stór hluti íslenska landsliðsins bæði í kvenna-  og karlaflokki sóttur. Einar ræðir við Guðrúnu um hennar sýn á árangur í liðsíþróttum, fórnirnar, alla lakkríspokana sem þarf að selja til að búa til einn landsliðskeppanda og margt margt fleira.

14 Guðrún Herborg HergeirsdóttirHlustað

15. jan 2023