Ormstungur

Ormstungur

Þá er sagan öll en eigi er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Ormstungur vita sem er að enginn er allheimskur ef þegja má og kalla því til sérfræðinga til að klára yfirferðina, enda hlýtur jafnan illt af athugaleysi og jafnan er hálfsagan sögð ef einn segir. Stebbi Jak fer yfir nestismálin, Sigrún Þ. Geirsdóttir kennir tungunum að synda í sjó og Ragnar Bragi Sveinsson fræðir þær um hestaatið á Þingvöllum 1930. Að lokum er sagan gerð upp. Hver myndi leika Gretti í kvikmyndinni? Eða Glám? Hvaða lag rammar inn Grettissögu? Fleira veit sá er fleira reynir!

8. Grettis saga - UppgjörHlustað

13. sep 2021