Samfélagið

Samfélagið

Við ætlum að forvitnast um Samninginn um alþjóðverslun með tegundir í útrýmingarhættu - CITES. Ísland hefur verið aðili að samingnum síðan árið 2000. Sigurður Þráinsson deildarstjóri hjá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu þekkir samninginn í hörgul. Hann sest hjá okkur eftir smástund. Garðeigendum og öðru áhugafólki um trjágróður og plöntur er öllu lokið og gerði nýafstaðin Hvítasunnuhelgi útslagið að því er virðist, í það minnsta suðvestanlands. Laufblöð, blóm og brum hefur fokið af trjám og runnum og þau standa eftir ber, blóm og garðagróður hefur visnað, allt er brúnt eða dautt og bara fátt sem minnir á vor eða sumar. Hefur þetta vor vinda vætu og kulda drepið allt og er sumrinu í garðinum aflýst? Guðríður Helgadóttir garðyrkjusérfræðingur kemur til okkar. Málfarsmínúta er svo á sínum stað og við fáum svo Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra neytendablaðsins í spjall um netsvindl, en sífellt fleiri svikahrappar virðast útbúa auglýsingar á facebook með tilboðum sem eru of góð til að vera sönn - en fjölmörg falla engu að síður fyrir.

Tegundir í útrýmingarhættu, garðurinn fokinn burt, málfar og netsvindlHlustað

30. maí 2023