Samfélagið

Samfélagið

Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að takast á við verðbólguna sem nú mælist 9,5%. Samkvæmt áætluninni á að skera niður útgjöld og hækka skatta til að vinna gegn verðbólgunni og samtals á viðsnúningurinn að bæta afkomu ríkissjóðs um rúma 36 milljarða króna á næsta ári. Við ætlum að ræða þessar aðgerðir og ástandið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka. Matvælaumbúðir verða sífellt flóknari - sem gerir flokkun á þeim flóknari, jafnvel ómögulega. Eins og nýverið mál tengt mjólkufernum sem eru brenndar til orkunýtingar til framleiðslu sements í Evrópu eins og Heimildin fletti ofan af fyrir skemmstu. Þær fara semsagt ekki í pappirsendurvinnslu fernurnar - eru víst ekki nógu góður pappír. Við ætlum að ræða við Búa Bjarmar Aðalsteinsson vöruhönnuð um þennan frumskóg umbúða, þar sem kröfur um arðsemi, einfaldleika og umhverfisvernd fara eiginlega bara aldrei saman. Páll Líndal umhverfissálfræðingur er svo með sinn pistil í lok þáttar.

Verðbólguaðgerðir, matvælaumbúðir, pistillinn PálsHlustað

06. jún 2023