Við tölum um gervigreind og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir sem fylgja þeirri byltingu sem er hafin. Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands er einn þeirra sem ætla að taka til máls á málþingi um akkúrat þetta efni á mánudaginn í Háskóla Íslands. Leiðtogafundurinn skall á íslensku samfélagi af fullum þunga. Og nú þegar allt er yfirstaðið eru þau sem höfðu veg og vanda af skipulagningu þessa fundar að taka saman hvað gekk vel, hvað var óvænt og hvað kom út úr þessu. Að öðrum ólöstuðum stóð lögreglan í ströngu, viðlíka öryggisráðstafanir hafa aldrei verið gerðar á Íslandi, þó að hér á landi hafi mikilvægir fundir áður verið haldnir og þjóðarleiðtogar kíkt við. Við ræðum við Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn ræðir um lexíur leiðtogafundarins. Málfarsmínúta. Í lok þáttar kemur hin eina sanna Vera Illugadóttir í dýraspjall og segir okkur frá upprisu rottukengúrunnar.
Gervigreind, lexíur leiðtogafundar, málfar og rottukengúra