Selfoss Hlaðvarpið

Selfoss Hlaðvarpið

Úrslitakeppnin baby! Já vorið er alvöru uppskerutími og nú er úrslitakeppnin að byrja hjá strákunum. Fyrir viku kláruðu stelpurnar okkar sitt verkefni og gerðu það vel. Til að fara yfir þetta allt og miklu fleira mætti forfalla fjölmiðlamógúllinn Hjörtur Leó Guðjónsson, en Arnar Helgi fór yfir tjörnina í leit að sól. Hjörtur fékk vægast sagt góða gesti, handboltaheilarnir og þjálfararnir Örn Þrastarson og Árni Geir Hilmarsson mættur en með þeim var Tinna Soffía Traustadóttir, stjörnulínumaður meistaraflokks kvenna og í varnarskiptingu fyrir hana mætti svo Guðmundur Hólmar Helgason, einn besti leikmaður Olísdeildarinnar. Strákarnir gerðu tímabilið hjá stelpunum upp með Tinnu Soffíu. Þau fóru létt yfir allt það sem hefur gengið vel og ljónin á veginum. Þá var tekinn snúningur á umræðunni sem hefur verið í gangi um muninn á Olís og Grill deildunum. Eftir innaskiptingu Guðmundar Hólmars var svo tekinn léttur snúningur á lokakafla strákanna í deildinni og henni lokað í bili alla vega. En það sem á hug okkar og hjörtu þessa dagana er úrslitakeppnin sem er að detta í gang. Úrslitaeinvígi Selfoss og FH: 1. leikur - Kaplakriki | fös, 22. apríl kl 19.30 2. leikur - Set höllin | mán, 25. apríl kl 19.30 3. leikur - Kaplakriki | mið, 27. apríl kl 19.30 Miðasala á alla leikina á Stubbi! Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: The Wicker Man, Iron Maiden

Selfoss hlaðvarpið #046 - Olís22 & ÚrslitakeppninHlustað

21. apr 2022