Selfoss Hlaðvarpið

Selfoss Hlaðvarpið

Selfoss hlaðvarpið snýr aftur með sérstakan þátt þar sem nýjir þjálfarar meistaraflokka karla og kvenna í handboltanum eru kynntir til leiks. Það eru þeir Eyþór Lárusson sem hefur verið í kringum handboltan á Selfossi frá unga aldri og hins vegar Þórir Ólafsson goðsögn í lifandi lífi, en þó fyrst og fremst reglulegur spekingur í Selfoss hlaðvarpinu. Þeir eru báðir að takast á við sín stærstu verkefni í þjálfun til þessa og báðir eru þeir heimamenn. Selfoss hlaðvarpið óskar Eyþóri og Þóri hjartanlega til hamingju með ráðninguna og óskar þeim frábærs gengis. Upphafsstef: Sælan, Skítamórall Lokalag: Í larí lei, Stuðlabandið

Selfoss hlaðvarpið #048 - Changing of the Guards - Eyþór & Þórir kynntir til leiksHlustað

21. júl 2022