Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn talar við fólk

S01E73  – Brynhildur Guðjónsdóttir er leikkona og leikstjóri með meiru, og hefur í dag sinnt starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissulega fylgt ýmsar áskoranir á borð við örsmáan heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og leikhússlokanir, en hún er þó hvergi af baki dottin. Í dag nýtur hún að fá að taka almennilega á því stóra verkefni að setja saman leikhúsprógram fyrir listasoltna þjóð. Leiklistin á huga Brynhildar að mestu, en hún er þó einnig frönskumælandi, Aerosmith aðdáandi og andlegt ígulker í bata. Brynhildur elskar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hefur alla sína tíð getað fundið sögur í hverju skúmaskoti, sem hún svo nærist á að segja öðrum. Hún segist ekki vita hvar sagan sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður heldur ferðalag. Gott spjall.    – Síminn Pay býður upp á STVF. Leggðu bílnum í Síminn Pay appinu á sama tíma og þú ákveður hvað verður í matinn í kvöld. Kíktu í appið og finndu þér máltíð á einungis 1.000 krónur!    – Omnom býður upp á STVF. Hefur þú prófað vegan súkkulaðiplötuna SUPERCHOCOBERRYBARLEY NIBBLYNUTTYLICIOUS, með söltuðum möndlum, byggi og berjum? Mmmm...    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

#0073 Brynhildur GuðjónsdóttirHlustað

07. okt 2021