Söguskoðun

Söguskoðun

Hirðingjaþjóðir Mið-Asíu hafa alltaf spilað rullu í sögu Evrópu og Austur Asíu beint og óbeint. Hræringar þeirra hafa komið af stað breytingum í báðum heimshlutum sem lengst av voru ótengdir, og einnig hafa þessar þjóðir verið brú á milli heimshlutanna þar sem viðskipti og sjúkdómar fengu að breiðast út. En steppuþjóðirnar hafa þó alltaf haft á sér ógnvænlega ímynd í Evrópu og Asíu og skapað mikinn ótta.  Kínverjar byggðu heimsins stærsta múr til að verjast Mongólum, og Húnar fóru um Rómarveldi rænandi og ruplandi. Fáir menn hafa verið jafn alræmdir fyrir grimmd og skelfingu í sögunni eins og Genghis Khan, hinn mikli leiðtogi Mongóla á 13. öld.  Honum tókst að sameina steppuþjóðir Mongólíu og setti á legg eitt stærsta samhangandi veldi allra tíma (næst stærst á eftir breska heimsveldinu að faltarmáli). Ríki Mongóla náði undir lok 13. aldar frá Kyrrahafsströnd Kóreu í austri og alla leið til Úkraínu og Tyrklands í vestri.Í þættinum í dag fræðir Ólafur Hersir Andra og hlustendur um þetta mikla veldi, og um manninn sem stofnaði það. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

36 - Genghis Khan og veldi MongólaHlustað

03. apr 2021