Þjóðmál

Þjóðmál

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka ræðir um nýútkomna bók sína, Peningar. Fjallað er um skemmtilegar sögur í bókinni, sögulega – og jafnvel óvænta - atburði sem tengist peningum, hvort nóg sé til af peningum í heiminum, hvernig nýjar kynslóðir skapa nýjar tekjur og fleira áhugavert sem fram kemur í þessari skemmtilegu og áhugaverðu bók. Þá er einnig rætt um fjármálalæsi og fjármálaskilning almennings, hvernig fjárhagsleg framtíð núverandi kynslóða lítur út og hvaða þýðingu það hefur að venjulegt fólk taki þátt á hlutabréfamarkaði.

#47 – Peningar vaxa ekki á trjánum, eða hvað? – Björn Berg fjallar um PeningaHlustað

19. nóv 2021