Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Er fjársjóður sama virði og vinátta? Það kom loksins að því! Lokahlekkurinn í upprunalegu trílógíunni um Nathan Drake og félaga er hér til umfjöllunar. Við fáum til okkar góðann gest, Sigurður Pétur er sérfræðingur okkar um Uncharted en hann er einmitt sá sem platínaði alla þrjá leikina á einni viku á Playstation 3. Geri aðrir betur. Við tökum söguna, karakterana, spilun og margt margt fleira í stórskemmtilegum þætti. Við þökkum Sigga kærlega fyrir komuna! Hvað finnst þér um Uncharted 3? Besti leikurinn í seríunni? Sendu á okkur! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

108. Uncharted 3: Drake's Deception - með Sigurði PétriHlustað

18. maí 2022