Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Þegar gömlu kallarnir í Tölvuleikjaspjallinu voru ungir drengir fyrir sirka 150 árum þá dreymdi þá um að læra eitthvað tengt tölvuleikjum í menntaskóla. Nú í dag, kæru hlustendur, er það hægt. Já heldur betur, Menntaskólinn á Ásbrú er í ár að fara að útskrifa sinn fyrsta hóp sem lærði tölvuleikjagerð innan þeirra veggja - þriggja ára stúdentsprófsnám þar sem þú lærir tölvuleikjagerð! Til að læra meira um þetta skemmtilega verkefni fóru Arnór Steinn og Gunnar í bíltúr út brautina og í skólann. Þar tók Darri Arnarson, fagstjóri tölvuleikjagerðar, við drengjunum og sýndi allt sem skólinn hefur upp á að bjóða. Svo fengum við að nota stúdíóið þeirra (sem var kærkomið og ÓTRÚLEGA vel þegið) og tókum þetta viðtal við hann. Við fáum að vita allt sem vita þarf um stúdentspróf í tölvuleikjagerð, einnig skemmtilega innsýn í það ferli sem er að búa til leiki. Við þökkum Darra kærlega fyrir að fá okkur í heimsókn og fyrir skemmtilegt viðtal! Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

101. Tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú - viðtal við Darra ArnarsonHlustað

30. mar 2022