Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Í dag erum við með bestu tölvurnar, bestu tæknina og sjúklega góða leiki. Gallinn við nútímann er sá að við þurfum fyrst að fjárfesta í þessu öllu og SVO bætist við áskriftargjald við þína uppáhalds leikjatölvu. Já, í dag ætlum við að fjalla aðeins um nýjustu fréttir frá Playstation. Sony ætlar loksins að svara frábærri þjónustu Xbox og bjóða upp á þrepaskipt áskriftarmódel þar sem - já maður - það verður hægt að spila gamla leiki allt niður í Playstation 1! Arnór Steinn og Gunnar taka fyrir nýja módelið, skoða verðin og kanna hvað spilarinn fær fyrir sinn snúð. Svo tökum við nokkrar aðrar áskriftir fyrir og könnum hvað er í boði þar. Xbox, Nintendo og GTA (???). Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu. 

102. Playstation Plus Premium og aðrar áskriftirHlustað

06. apr 2022