Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Ævintýri, sprengingar, bein og meiri sprengingar! Ef Tiny Tina sjálf væri fengin til að lýsa leiknum sínum væri það mögulega einhvern veginn svona. En við ætlum ekki að eyða einni setningu í að lýsa stórverkinu Tiny Tina‘s Wonderlands. Við ætlum frekar að segja ykkur frá leiknum í þætti! Það er heldur betur umfjöllunarefni vikunnar! Arnór Steinn og Gunnar eru búnir að kafa í Undraheiminn og segja hér frá öllu því helsta sem þú þarft að vita. Þátturinn er laus við allar höskuldarviðvaranir og því getur hver sem er hlustað! Við ræðum karakterana, klassana, bardagakerfið, lúkk og margt, MARGT, fleira! Er Tiny Tina‘s Wonderlands kominn í þína tölvu? Við mælum hiklaust með, það er NÓG að gera! Þátturinn er í samstarfi við Elko Gaming og Hringdu.

103. Tiny Tina's WonderlandsHlustað

13. apr 2022