Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Síðasta helgi var smekk full af kynningum frá hinum og þessum tölvuleikjafyrirtækjum! Arnór Steinn og Gunnar segja frá áhugaverðustu punktunum og koma með hugmyndir um hvað er í vændum. Sony var með State of Play, Geoff Keighley var með Summer Games Fest, við fengum indie veislu hjá Future Games Show og Xbox&Bethesda komu með algjöra haglabyssu af efni. Capcom rúnaði þetta af í gær með nettri kynningu sem Resident Evil og Street Fighter aðdáendur ættu að fíla í tætlur. Við ræðum Starfield kynninguna í þaula ásamt því að minnast á nýja leiki sem við teljum líklega til vinsælda. Tjékkið á þessu og látið okkur vita ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið að við fjöllum frekar um. Hver veit nema við þurfum bara að ná viðtali við einhverja framleiðendur á leikjum sem þið eruð spennt fyrir! Þátturinn er í boði Elko Gaming, Hringdu og Yay! Gjafabréfa.

112. Leikja Kynningar SprengjaHlustað

15. jún 2022