Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

TIL HAMINGJU MEÐ HUNDRAÐASTA ÞÁTTINN ELSKU HLUSTENDUR! Við erum svo endalaust, ENDALAUST þakklátir fyrir þennan frábæra áfanga. Í byrjun var þetta eitt af okkar villtustu takmörkum, að ná að framleiða hundrað stykki en það tókst! Á tuttugu mánuðum tókst okkur að gera fjölbreytta þætti um allt sem tengist tölvuleikjamenningu. Það er ekki amalegt ... Hér bjóða strákarnir upp á viðhafnar útgáfu af umræðum sínum. Í fyrsta skipti er hægt að horfa á okkur á MYNDBANDI! Það er víst ný og æsispennandi tækni sem allir krakkarnir eru vitlausir í. Þátturinn okkar verður aðgengilegur á YouTube um leið og þúsund ára gömul tölva Arnórs nær að exporta öllu klabbinu. Umræðuefni þáttarins er einnig glænýtt: Strákarnir ætla að búa til sinn hvorn tölvuleikinn og kynna fyrir hinum! Við byrjum á að giska á hvers lags tölvuleik hinn myndi gera og svo dembum við okkur í veisluna. Arnór byrjar að kynna sinn og svo tekur Gunnar við.  Hvernig tölvuleik heldur þú að Arnór geri? Hvernig tölvuleik heldur þú að Gunnar geri? Þátturinn er í boði Elko Gaming og Hringdu.

100. Strákarnir búa til tölvuleikHlustað

23. mar 2022