Tölvuleikjaspjallið

Tölvuleikjaspjallið

Það styttist óðfluga í HUNDRAÐASTA þáttinn okkar og því hendum við í einn léttan þátt um áhugaverðan leik! Umfjöllunarefni vikunnar er einhvers konar bræðingur af Halo, Portal og öðrum FPS leikjum.  Útkoman er Splitgate, leikur sem kemur á óvart þrátt fyrir að vera nokkur einsleitur við fyrstu sýn. Spilarar koma saman í alls kyns leikjategundum en algengasta markmiðið er að slátra hinu liðinu áður en það slátrar þér og þínum. Ólíkt öðrum fjölspilara fyrstu persónu skotleikjum þá eru leikmenn gæddir eins konar víddarbyssu eiginleikum - þú getur flakkar hornanna á milli í gegnum víddir, eða portal, sem gerir slátrunina talsvert auðveldari. Arnór Steinn og Gunnar ræða þennan leik í þaula og reyna að komast að niðurstöðu hvar hann kemst fyrir á markaðnum. Er pláss fyrir Splitgate eða er þetta annar gleymanlegur klóni? Við erum mjög forvitnir að vita hvort hlustendur hafi prófað leikinn - endilega sendið á okkur! Þátturinn er í boði Elko Gaming.

99. SplitgateHlustað

16. mar 2022