Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix Grétarsson upplýsir á Facebook að honum hafi ekki tekist að safna þeim undirskriftum sem þurfti og að ekki verði úr framboði hans. Hann þakkar stuðningsfólki sínu stuðninginn.

Fresturinn liðinn

Þar með er frestur liðinn til þess að skila inn undirskriftarlista til landskjörstjórnar. Alls skiluðu tólf einstaklingar inn lista. Farið verður yfir meðmæla­list­ana um helg­ina og fram­bjóðend­ur látn­ir vita ef eitt­hvað þarf að lag­færa.

mbl.is þakkar fyrir samfylgdina og kveður frá Hörpu.

„Ég var feiminn gagnvart þessu fyrst“

Baldur Þórhallsson segir tilfinninguna hálf óraunverulega að skila inn undirskriftalista til Landskjörsstjórnar. Hann kveðst fyrst hafa verið feiminn þegar hann var hvattur til að bjóða sig fram til forseta, en að nú sé tilfinningin góð.
Meira »

Beint í sauðburð í Dölunum

Halla Hrund Logadóttir segist þakklát fyrir þann meðbyr sem hún hefur fengið í kosningabaráttunni en hún líkt og aðrir frambjóðendur skilaði inn undirskriftalistum í Hörpu í dag.
Meira »

Allir búnir að skila?

Tólf forsetaframbjóðendur hafa nú skilað undirskriftarlistum sínum til landskjörstjórnar í Hörpu. Skilafresturinn er til klukkan 12 og er því enn rúmlega korter til stefnu. Allir sem hafa greint frá framboði hafa nú þegar skilað inn sínum lista.

Þeir sem hafa skilað inn lista eru: Arnar Þór Jóns­son, Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, Ástþór Magnús­son, Bald­ur Þór­halls­son, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Helga Þóris­dótt­ir, Jón Gn­arr, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, og Viktor Traustason.

Það kemur síðan í ljós eftir helgi hvort að framboð þeirra verður tekið gilt af landskjörstjórn.

Helga er sú tólfta

Helga Þórisdóttir er tólfti forsetaframbjóðandinn til þess að skila inn undirskriftarlista til landskjörstjórnar.

Ekki tíminn til að ræða kartöflu- eða rófurækt

„Tilfinningin er æðisleg. Ég var sjöundi í röðinni [að skila inn undirskriftum] og það er verið að kjósa sjöunda forsetann. Ég hlýt því eiginlega að lýsa yfir sigri,“ segir Ástþór.
Meira »

„Núna ætla ég að fara í laugina og tana“

„Þetta er bara mjög góð tilfinning, þetta er fallegur dagur. Þegar ég er búin hér í dag ætla ég að skella mér í laugina. Svo á ég viðtal hjá Audda og Agli í FM95Blö. Þannig að núna ætla ég að fara í laugina og tana,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem rétt í þessu skilaði inn und­ir­skriftal­ista fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar til Lands­kjörsstjórn­ar
Meira »

Katrín mætt

Katrín Jakobsdóttir er mætt í Hörpu ásamt kosningateymi sínu. Hún er ellefti frambjóðandinn til að skila inn lista.

35 mínútur til stefnu

Enn er beðið eftir Katrínu Jakobsdóttur og Helgu Þórisdóttur en þær hafa til klukkan 12 til að skila inn meðmælalistum sínum.

Nú hafa tíu manns skilað inn listum sínum.

„Mér finnst þetta byrja á þessum degi“

„Núna vil ég meina að við séum komin út úr búningsherberginu og inn á völlinn og ætlum að fara ræða framtíðina,“ segir Halla Tómasdóttir. Halla kveðst vera bjartsýn.
Meira »

„Miðað við mína talningu þá er ég yfir“

Viktor Traustason er einn þeirra sem óvænt skilaði inn undirskriftum í Hörpu í dag. Verði listinn dæmdur gildur er hann sá tólfti í framboði. Í það minnsta ef miðað er við þá sem telja sig vera með nægjanlega margar undirskriftir gildar.
Meira »

Halla Hrund mætt

Halla Hrund Logadóttir er tíundi frambjóðandinn til að mæta í Hörpu.

Jón Gnarr mættur

Jón Gnarr er níundi forsetaframbjóðandinn til að mæta í Hörpu.

Baldur og Felix mættir

Baldur Þórhallsson og eiginmaður hans, Felix Bergsson, eru mættir. Baldur er þar með áttundi forsetaframbjóðandinn til að skila inn lista.