Myljum gerið út í smá hluta vatnsins til að leysa það upp, setjum svo öll hráefnin saman í skál og hrærum þeim rösklega saman. Deigið á að vera nokkuð laust í sér. Svo breið" />

SNITTUBRAUÐ

mynd með uppskrift
Hráefni
» 25 g pressuger
» 700 ml kalt vatn
» 1,7 kg hveiti
» 2 tsk salt

Fyrir 4 - 6

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr 25 g pressuger, 1,7 g hveiti,2 tsk salt

Aðferð

Myljum gerið út í smá hluta vatnsins til að leysa það upp, setjum svo öll hráefnin saman í skál og hrærum þeim rösklega saman. Deigið á að vera nokkuð laust í sér. Svo breiðum við plastfilmu yfir skálina og látum deigið hefast við stofuhita í 4-5 klst., nú eða í ískáp yfir nótt. Svo mótum við snittubrauðið strax (ekki hnoða það) og látum það hefast í 15 mín. Bökum svo við 225 gráður  í 15 mín.

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

Tips: Best er að láta það síðan kólna á rist eða ofngrind til að það verði stökkt og gott.

Þessi uppskrift er notuð í SVEPPASÚPA

Meðlæti

SVEPPASÚPA

Hráefni
» 400 g sveppir sveppir
» 1 peli rjómi rjómi
» 100 g smjör smjör
» 1 l vatn vatn
» smá hveiti hveiti

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 400 g sveppir 1 peli rjómi 100 g smjör 1 l vatn smá hveiti

Aðferð

Búum til smjörbollu með því að bræða 100 g af smjöri á pönnu bætum 100 g af hveiti út á og hrærum saman þar til engir kekkir eru sjáanlegir. Setjum þá vatnið í pott, hitum upp að suðu og blöndum smjörbollunni saman við. Kryddum með salti, pipar og grænmetis eða kjúklingakrafti og sjóðum í 15-20 mínútur. Léttsteikjum svo sveppina  í smjöri og bætum þeim út í súpuna. Að lokum hellum við rjómanum saman við. 

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

Tips: Gott er að hakka hluta af sveppunum í matvinnsluvél eða með töfrasprota, þetta gefur súpunni þykkt og matarlega áferð. Það getur verið gott að þeyta hluta af rjómanum og setja út á diskana.  Að sjálfsögðu má krydda súpuna með ýmsum kryddum eftir smekk hvers og eins – hvers vegna ekki að klippa smá  steinselju og sáldra yfir?

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

Laxasteik með cous cous og hummus

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.400 gr laxaflak 300 gr cous cous 250 gr kjúklingabaunir úr dós 1 stk hvítlauksgeiri 1 tsk sítrónusafi Úr eldhúsinu 1/2 dl Ólívuolía Olía til steikingar 1 tsk cummin Salt Pipar Vatn Meira »

BLÓMKÁLSSÚPA MEÐ BLÓMKÁLSKURLI

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1 1/2 blómkálshaus 400 ml rjómi 400 ml nýmjólk Safi úr hálfri sítrónu   Meira »

Lambahamborgari með rósmaríni og hvítlauk

4.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 400 g lambahakk 2 msk hakkaður skalottlaukur 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1-2 msk saxað ferskt rósmarín brauð að eigin vali (t.d. hamborgarabrauð) Í eldhúsinu: Salt og pipar Meira »

Tómattónuð gulrótarmauksúpa

12.12.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 500 g gulrætur ½ dós niðursoðnir tómatar 4 sneiðar beikon 4 msk smátt sneiddur graslaukur 1 dós sýrður rjómi (18%) Í eldhúsinu: Vatn Meira »

Steiktur steinbítur með sítrónu smjöri og íslenskri rófu

5.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 800g steinbítur 1 sítróna 200g smjör 500g Nýjar kartöflur 1 rófa Góð olía Salt og pipar Meira »

LAUKSÚPA

21.10.2011 innkaupalisti fyrir undir 2000kr. 4 laukar ristað brauð ostur   Meira »

FISKISÚPA KRYDDUÐ MEÐ KÓKOS OG KARRÝ

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 1 l fiski soð (vatn + kraftur ) 1 dós kókosmjólk 1 msk karrý 1 epli   Meira »