SÓLKOLI Á SPÍNATBEÐI

mynd með uppskrift
Hráefni
» 100 g ferskt spínat (greinin tekin úr)
» 100 g smjör
» 1 dl rjómi
» 800 g sólkolaflök

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 800 g sólkolaflök 100 g ferskt spínat (greinin tekin úr) 100 g smjör 1 dl rjómi

Aðferð

Bræðum smjörið í potti og bætum spínatinu út í. Látum krauma í örskamma stund og bætum síðan rjómanum saman við. Látum réttinn sjóða í um 2 mínútur. Þá setjum fiskinn á pönnu og sjóðum hann með rjómanum við vægan hita undir loki eða álpappír til að fá gufusoðningu. Færum fiskinn og spínatið á disk og bætum köldu smjöri saman við safann. Kryddum til með salti og pipar – og njótum vel.
Uppskrift úr bókinni

Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)

Tips: Það er sjálfsagt að biðja fisksalann að beinhreinsa flakið þegar það er keypt.

GRÆNMETISSÚPA

26.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 225 g kál eða grænmeti (notum það sem til er í ísskápnum) 100 g tómatar 50 g litlar pastamakarónur eða brotið spagettí Meira »

PASTA CARBONARA

19.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 600 g pasta 1 pakki beikon 3 eggjarauður 250 ml rjómi Salt pipar ólífuolía   Meira »

Steiktur steinbítur með sítrónu smjöri og íslenskri rófu

5.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 800g steinbítur 1 sítróna 200g smjör 500g Nýjar kartöflur 1 rófa Góð olía Salt og pipar Meira »

LAMBASKANKI í GRÆNMETIS SÓSU

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 lambaskankar (leggir) 500 ml soð (vatn og kraftur) 2 laukar 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til) Meira »

Steiktur þorskur

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 þorskhnakkar (180-200 g stk.) rifinn börkur af 1 sítrónu Í eldhúsinu: Olía 50 g sykur 70 g salt kartöflur grænmeti að eigin vali Meira »

NORMALBRAUÐ (OG MALTBRAUÐ)

19.10.2011 innkaupalisti fyrir 4 undir 2000 kr. 500 g hveiti 400 g rúgsigtimjöl(sigtimjöl) 20 g salt 30 g þurrger (2 bréf)   Meira »

MAÍSSÚPA MEÐ BASIL

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 maísskóflar, skornir þversum (eða bara maís úr dós) 6 lárviðarlauf 30 g smjör Basilíka Ögn rjómi Meira »

kornflex kjúklingur

28.12.2011 Innakaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 8-10 kjúklingaleggirheil kjúklingur 5 dl kornflex 2 egg pipar salt 2msk hvítluaukur 2 msk olía Meira »