Kjötbollur í brúnni rauðvínssósu

mynd með uppskrift
Hráefni
» 500 g nautahakk
» 4 laukar
» 1 egg
» 250 ml rjómi
» 100 ml rauðvín
» 30 g hveiti g hveiti
» 50 ml mjólk
» 400 ml kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur) (eða vatn og kjúklingakraftur)
» eftir smekk salt og pipar

Fyrir 4

Innkaupalist fyrir 4 undir 2000kr. 500 g nautahakk 4 laukar 1 egg 250 ml rjómi 100 ml rauðvín Í eldhúsinu: 30 g hveiti 50 ml mjólk 400 ml kjúklingasoð (eða vatn og kjúklingakraftur) olía salt og pipar

Aðferð

Bollurnar eru gerðar þannig að 2 laukar eru saxaðir fínt
og settir saman við hakk ásamt eggi, mjólk, hveiti, salti og
pipar.
Steikt á pönnu og skotið inn í ofn í 2 mín. við 160°C.
Við sósugerðina eru hinir tveir laukarnir afhýddir og
skornir fínt niður, olía hituð í potti og laukur svitaður.
Þá er rauðvín sett saman við og soðið niður þangað til það
verður karamellukennt, soði bætt saman við og soðið niður
um helming.
Loks er rjóma bætt saman við og soðið niður um helming,
smakkað til með salti og nýmöluðum pipar.
Það er gott að nota líka smá hvítlauk með lauknum,
bæði í bollur og sósu.
Afbragð með lauksultu, kartöflum og soðnu káli.
Uppskrift úr Eldum íslenskt með Kokkalandsliðinu (ný bók)
Ljósmyndari Árni Torfason

STEIKT HRÍSGRJÓN MEÐ ENGIFER, APRIKÓSUM OG HNETUM.

21.11.2011 Innkaupalisti fyri 4 undir 2000kr 200 g hrísgrjón (hvaða tegund sem er) 2 pokar þurrkaðar aprikósur 40 g engifer 100 g blandaðar hnetur Meira »

Hangikjöt með uppstúf

20.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr hægt er að nota hangikjöt á beini úr frampart til að lækka hráefnisverðið. 800g hangikjöt úr frampart 1 l mjólk ögn ferskt mulið múskat Í eldhúsinu: Vatn 50 g smjör 50 g hveiti 1-2 msk sykur ögn af pipar og ½ tsk salt Meira »

Kjúklingavængir með smjöri, maltöli og hvítlauk

21.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1,4 kg kjúklingavængir 115 g smjör 200 ml maltöl 2 hvítlauksrif ögn af cayennepipar Í eldhúsinu: Salt og pipar Meira »

Smurbrauð með hangikjöti

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 8 sneiðar hangikjöt 4 soðin egg 4 sneiðar rúgbrauð 1 stkfínt sneiddur rauðlaukur ef fólk vill ferska piparrót og dill í stað majónes-baunasalats Meira »

STEIKT SVÍNASÍÐA MEÐ DILL MARINERUÐUM EPLUM

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4undir 2000kr. 1/2 stk svínasíða 1 stöng kanill stöng 5 stk negull 1/2 búnt Blóðberg/rósmarín 2 stk þurrkuð lárviðarlauf Meira »

Fiskisúpa með ítölskum blæ

30.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr Fiskur eða fiskbein Laukur Gulrætur Sellerí Steinselja Hvítlaukur, lárviðarlauf, dill, Fiskikrydd Grænmetiskraftur Tómarpurre Meira »

LAMBASKANKI í GRÆNMETIS SÓSU

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 lambaskankar (leggir) 500 ml soð (vatn og kraftur) 2 laukar 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til) Meira »

Bóndabrauð

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 600 g Hveiti 75 g Heilhveiti 75 g Rúgmjöl 3 tsk Þurrger 4 dl Mysa Úr eldhúsinu 2,5 tsk salt 2 msk matarolía 2 msk malt Síróp Meira »