Folaldafille á spjóti með piparsósu og kartöflusmælki

Hráefni
» 120 gr á mann af folaldafille. eða öðrum meyrum vöðva
» 1 box sveppir
» 1 stk rauð paprika
» 1 stk rauðlaukur
» 1 stk kúrbítur
» 120 gr á mann af smáum kartöflum
» 1 matskeið svartur pipar mulinn
» 1 matskeið hafsalt gróft
» 1 teskeið sojasósa
» 1 desilíter matarolía
» 1 desilíter 10% sýrður rjómi
» 1 teskeið flórsykur
» 2 grillspjót á mann

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 120 gr á mann af folaldafille eða öðrum meyrum vöðva. 1 box sveppir 1 stk rauð paprika 1 stk rauðlaukur 1 stk kúrbítur 120 gr á mann af smáum kartöflum 1 matskeið svartur pipar mulinn 1 matskeið hafsalt gróft 1 teskeið sojasósa 1 desilíter matarolía 1 desilíter 10% sýrður rjómi 1 teskeið flórsykur 2 grillspjót á mann

Aðferð

Sneiðið kjötið í teninga og þerrið, leggið síðan í skál ásamt sojasósu og smá matarolíu.
Setjið kartöflurnar yfir í suðu, gætið þess að sjóða ekki of lengi.
Skerið grænmetið í kubba sem eru u.þ.b. 2,5 cm á kant, og leggið til hliðar.
Þessu næst er grænmetið og kjötið þrætt á grillspjótin og kryddað með pipar og smá salti(ath að sojasósan er sölt).
Spjótin eru síðan steikt á grillpönnu í u.þ.b. 2 mín á hverri hlið.
Sósan er útbúin á meðan kjötið er á pönnunni. Blandið saman sýrðum rjóma, u.þ.b. 1 teskeið af svörtum pipar, flórsykrinum og smá salti.
Framreitt með kartöflusmælki og piparsósu. En einnig getur verið gott að láta smá ferskt salat fylgja með til að létta aðeins réttinn.

STEIKTUR SALTFISKUR MEÐ ÓLÍFUM, HVÍTLAUK OG RAUÐUM PIPAR

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g útvatnaður saltfiskur 1-2 stk. rauður ferskur pipar (chillí) 1 dl svartar ólífur 4-6 hvítlauksgeirar Meira »

BLÓMKÁLSSÚPA MEÐ BLÓMKÁLSKURLI

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 1 1/2 blómkálshaus 400 ml rjómi 400 ml nýmjólk Safi úr hálfri sítrónu   Meira »

Bóndabrauð

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 600 g Hveiti 75 g Heilhveiti 75 g Rúgmjöl 3 tsk Þurrger 4 dl Mysa Úr eldhúsinu 2,5 tsk salt 2 msk matarolía 2 msk malt Síróp Meira »

Steiktur þorskur

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 þorskhnakkar (180-200 g stk.) rifinn börkur af 1 sítrónu Í eldhúsinu: Olía 50 g sykur 70 g salt kartöflur grænmeti að eigin vali Meira »

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

STEIKT SVÍNASÍÐA MEÐ DILL MARINERUÐUM EPLUM

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4undir 2000kr. 1/2 stk svínasíða 1 stöng kanill stöng 5 stk negull 1/2 búnt Blóðberg/rósmarín 2 stk þurrkuð lárviðarlauf Meira »

OFNBAKAÐUR SALTFISKUR MEÐ HVÍTLAUK

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 600 g salfiskur útvatnaður 6-10 hvítlauksgeirar (skornir í sneiðar) 1/4 blaðlaukur skorin í ræmur 250 g sveppir (skornir í sneiðar) Meira »

Hangikjöt með uppstúf

20.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr hægt er að nota hangikjöt á beini úr frampart til að lækka hráefnisverðið. 800g hangikjöt úr frampart 1 l mjólk ögn ferskt mulið múskat Í eldhúsinu: Vatn 50 g smjör 50 g hveiti 1-2 msk sykur ögn af pipar og ½ tsk salt Meira »