Steiktar steinbítskinnar í gráðaostasósu

Hráefni

  • 800 g steinbítskinnar
  • 100 g hveiti
  • 2–3 msk. smjörlíki
  • 1 stk. laukur
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 5 stk. sveppir
  • 1 msk. steinselja
  • 100 g gráðaostur
  • 1 dl soð
  • 2 dl rjómi
  • 1 msk. salt

Aðferð

Afhýðið lauk og rauðlauk og saxið niður ásamt sveppum. Saxið steinseljuna. Veltið steinbítskinnunum upp úr hveiti og steikið ær í smjörlíki á heitri pönnu í 2 mín. Snúið kinnunum við og bætið lauk og sveppum á pönnuna ásamt gráðaosti, soði og rjóma. Eldið í 2–3 mín. í viðbót. Saltið eftir smekk. Berið kinnarnar fram með kartöflum og stráið steinselju yfir diskana um leið og þið berið réttinn fram.

Uppskrift: Hagkaup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert