Hrossalundir með kartöflufroðu og hvönn

Hráefni

  • 800 g hrossalund
  • hvönn
  • 6 stk. kartöflur
  • 200 g kartöflumús
  • 100 ml rjómi
  • 50 g smjör
  • 100 ml mjólk
  • 1 saxaður laukur

Fyrir 4–5

Hrossakjöt er náttúrulega meyrt og er fyrirtaks hráefni í margvíslega rétti. Það er ódýrt og eitt best geymda leyndarmál landbúnaðarins.

Aðferð


Takið lundina og skerið burtu fitu og sinina sem liggur meðfram henni. Kryddið með salti og pipar, hitið pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Setjið í ofn í nokkrar mínútur.
Gerið kartöflumús með smá rjóma og smjöri. Merjið í gegnum sigti svo kartöflumúsin verði kekkjalaus og þynnið út með g-mjólk. Setjið í rjómasprautu og hristið.
Steikið kartöfluteninga á pönnu með lauk þangað til þeir eru eldaðir í gegn. Kryddið með salti og pipar og færið upp á disk. Bætið kartöflumús í froðuformi ofan á ásamt hrossalundinni. Skreytið með hvönn.
© Eldum Íslenskt

Uppskrift: Eldum íslenskt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert