Grískt salat

Er ekki tilvalið að byrja árið á léttara fæði og láta kjötmetið víkja fyrir grænmetinu? Grískt salat er ein af bestu salatsametningum sem til eru og veitir smá sumaryl í myrkasta skammdeginu.

Þetta þarf í salatið:

Stökkt salat, helst Romaine

1 gúrka, fræhreinsuð og söxuð

2 tómatar, niðursneiddir

1 paprika, söxuð

1 rauðlaukur, saxaður

Fetaostur í bitum

Kalamati ólívur

1 dl ólívuolía

1/3 dl vínedik

2 msk ferskt Óreganó eða tæp msk af þurrkuðu

Skerið grænmetið niður og setjið í stóra skál. Hristið olíu og edik saman ásamt 2 msk af fersku oregano. Hellið yfir salatið og blandið saman.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Loka