Lamb Marrakesch með blómkáli

Þessi pottréttur byggir á matarhefð Marokkó þar sem lambakjöt er mikið notað og eldað með margvíslegum kryddum.

  • 600 g lambakjöt, t.d. ribeye, skorið í bita
  • 1 blómkálshaus, brytjaður niður gróft
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 tómatur, rifinn niður á grófu rifjárni
  • 3 hvítlauksrif, söxuð
  • 1 búnt steinselja, saxað
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • 2 tsk engifer
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk turmeric
  • ½ tsk cayennepipar
  • 1 tsk Maldon salt
  • ½ tsk nýmulinn pipar
  • ½ dl ólívuolía
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 dós svartar ólívur, steinlausar
  • 5 dl vatn
  • CousCous

Hitið olíuna í þykkum potti. Brúnið kjötbitana í tvær mínútur. Bætið við steinselju, kóríander, lauk, hvítlauk og kryddunum og steikið áfram í 8 mínútur. Hrærið reglulega í.

Bætið vatninu út í og látið suðu koma upp. Lækkið hitann og sjóðið undir loki í 45 mínútur. Bætið blómkálinu, sítrónusafanum og ólívunum út í. Bætið smá vatni út í ef þarf. Það þarf að þekja blómkálið að 2/3. Sjóðið áfram í um 15 mínútur eða þar til blómkálið er orðið mjúkt og sósan hefur þykknað.

Berið fram á fati eða í stórri skál ásamt CousCous. Gott er að hafa Naan-brauð með eða Pita-brauð, penslað með ólívuolíu og grillað.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert